Aðgangur að tölvukerfi

Aðgangur að tölvukerfi

Allir þeir sem skráðir eru í Tækniskólann fá aðgang að tölvukerfi hans auk þess að fá netfang og heimasvæði.

Notendanöfn og aðgangsorð (lykilorð)

Notendanöfn og aðgangsorð eru þau sömu og notuð eru til að skrá sig inn í Innu. Kennitalan er notendanafn. Allir notendur sækja sér aðgangsorð að Innu með því að velja Inna neðst á www.tskoli.is. Þegar sá gluggi hefur opnast veljið þið Sækja nýtt lykilorð og sláið inn kennitölu. Lykilorð verður sent í tölvupósti á skráð netföng í Innu. Mikilvægt er því að nemendur gæti þess að netföng þeirra og símanúmer séu rétt skráð í Innu.
Ath. þetta er tímabundið lykilorð sem hefur 15 mín. gildistíma. Innskráningu með þessu lykilorði þarf að framkvæma innan þess gildistíma. Breyta þarf tímabundnu lykilorði við fyrstu innskráningu í Innu. Ef tímabundnu lykilorði er ekki breytt innan gildistíma þarf að sækja nýtt lykilorð aftur. Gott er að hafa í huga að lykilorðið þarf að innihalda átta stafi og best er ef a.m.k einn er tölustafur, a.m.k. einn er lágstafur og a.m.k. einn er hástafur. Ástæðan er strangari öryggiskröfur hjá Microsoft en Innu, sem þarf að uppfylla til að geta nýtt sér nemanetföng, Office 365 o.fl.

Íslykill

ATH. að ekki er hægt að nota Íslykil sem aðgangsorð að tölvukerfi skólans. Þeir nemendur sem nota Íslykil til að komast inn á INNU verða því að ná sér í nýtt lykilorð á inna.is.

Að breyta aðgangsorði

Vilji menn breyta hjá sér aðgangsorðinu þá eiga þeir að gera það í Innu. Þegar aðgangsorði hefur verið breytt í Innu þá skila þær breytingar sér einnig inn í tölvukerfi skólans í síðasta lagi næstu nótt. Það sama gildir einnig um aðgang að Námsneti.

Opið þráðlaust netSkráning inn á þráðlausa netið.

Nemendur með sínar eigin tölvur skrá sig inn með kennitölu og sama lykilorði og í tölvur skólans og Innu. 

Netið (ssid) er Taekniskoli Hotspot.

Myndin sýnir gluggann sem birtist við innskráningu á netið:

Hægt er að komast á Innu og tskoli.is án þess að slá inn lykilorð til að sækja nánari upplýsingar.

Til að auðkenning komi þarf að opna vafra á tæki, þ.e.a.s. opna t.d. visir.is, “öpp” virka ekki fyrr en það er búið.

Skólanetfang

Allir nemendur fá úthlutað netfangi hjá skólanum sem opnar leið til að nýta sér Microsoft Office 365 samskiptaumhverfið, sjá fyrir neðan. Öll netföng nemenda hafa endinguna @nemi.tskoli.is. Netfang hvers og eins samanstendur af þremur atriðum. Fyrsta nafni, tveimur fyrstu bókstöfum í föðurnafni (síðasta nafni) og fyrstu þremur tölustöfunum af síðustu fjórum úr kennitölu viðkomandi. Tökum dæmi um Davíð Óskar Sigurðsson, með kennitöluna 251280-2339. Netfang hans er davidsi233@nemi.tskoli.is. Annað dæmi sem sýnir hvernig sumir séríslenskir stafir verða að tveimur er Sævar Þórðarson, með kennitöluna 130381-7899. Netfangið hans er saevartho789@nemi.tskoli.is, "æ" verður "ae" og "þ" verður "th".

Til að geta nýtt nemanetfangið þarf að gæta þess að lykilorðið að Innu innihaldi a.m.k. einn hástaf, auk lágstafa og tölustafa, auk þess að vera a.m.k. átta stafa langt eins og Inna fer fram á. Sem dæmi virkar lykilorðið efgh1971 í Innu en ekki inn á nemanetfangið. Þá nægir að breyta einum bókstaf í hástaf, Efgh1971, til að það virki. Ástæðan er sú að Microsoft gerir strangari kröfur um lykilorð en Inna, eins og er.

LiveID

Allir nemendur fá úthlutað svokölluðu LiveID frá Microsoft sem er það sama og netfang viðkomandi. LiveID sér um auðkenningu nemenda gagnvart ýmissi þjónustu, þar á meðal tölvupósti nemenda og heimasvæðum þeirra. aðgangsorð hvers og eins inn í LiveID þjónustuna er það sama og þeir nota í Innu.

Tölvupóstur

Nemendur geta komist í skólatölvupóst sinn hvar og hvenær sem er að því gefnu að þeir hafi aðgang að nettengdri tölvu, jafnt í skólanum sem annars staðar. Til að tengjast inn á póstinn er hægt að smella á krækjuna vefpóstur neðst á heimasíðu Tækniskólans. Allur póstur er rusl og vírusskannaður

Office 365

Hvað er Office 365?

Tækniskólinn, í samvinnu við Microsoft, býður nemendum sínum upp á samskiptaumhverfi sem inniheldur tölvupóstþjónustu sem kölluð er Office 365 og veflægt gagnageymslusvæði sem kallað er Onedrive. Allir nemendur skólans fá úthlutað sérstöku LiveID sem opnar þeim aðgang að þjónustunni auk Microsoft Office pakkanum.

Tölvupóstur

  • Office 365 leysir af hólmi eldri tölvupóst sem nemendur höfðu hjá skólanum.
  • Hvert pósthólf getur orðið 50 GB að hámarki.
  • Allur póstur er vírus- og ruslpósts síaður.
  • Hægt er að nota margar gerðir stýrikerfa, forrita og vefskoðara til að nálgast þjónustuna. Microsoft Internet Explorer eða Outlook, Safari, Opera eða Firefox svo eitthvað sé nefnt.

Onedrive

  • Er veflægt geymsluumhverfi hýst af Microsoft og aðgengilegt hvar sem er svo lengi sem vél er tengd Internetinu.
  • 25 GB geymslupláss.
  • Þú getur veitt öðrum notendum Onedrive aðgengi að ákveðnum skjölum.

Tækniskólaskýið

Tækniskólaskýið veitir aðgang að sýndartölvu hvers og eins þótt viðkomandi sé ekki á neti skólans. Nauðsynlegt er að nota Internet Explorer vafrann og Windows stýrikerfi XP (með Service Pack 3), Vista, 7 og 8.

1. ByrjaðTækniskólaskýið leiðbeiningar er að slá inn notendanafn, athugið að "2t\" þarf að vera á undan.

2. SíðanTækniskólaskýið leiðbeiningar er viðkomandi stýrikerfi valið, yfirleitt er bara eitt í boði.3. EfTækniskólaskýið leiðbeiningar þessi gluggi kemur er valið "Connect"

4. Ef Tækniskólaskýið leiðbeiningartengjast á heiman frá eða í tölvu utan kerfis skólans geta komið upp tilkynningar eins og þessi og þá þarf að passa að 2t sé í „Domain“ undir glugganum, það er gert með því að setja "2t\" á undan. Einnig gæti þurft að velja „use another account“ og setja þar inn 2t\kennitala eða 2t\notandi ef um starfsmann er að ræða. Best er fyrir starfsmenn að nota netfangið sem þeir nota hjá skólanum, þá þarf ekki að setja 2t á undan.