Forritun í C#

Forritun í C#

7. - 19. mars 2018

Farið í grunnþætti forritunar. Notast verður við C# forritunarmálið sem kemur úr smiðju Microsoft og er eitt vinsælasta forritunarmálið í dag. Ætlað byrjendum og hugsað fyrir þá sem vilja kynna sér undirstöðuatriði forritunar.

Lögð verður áhersla á að nemendur fái verkefni við hæfi til að glíma við á milli þess sem kennari verður með fyrirlestra. Notast verður við námsnet Tækniskólans. Þar verða einnig verkefni sem þátttakendur geta leyst og fengið aðstoð eftir þörfum.

Farið verður í eftirfarandi:

  • Breytur
  • Gagnategundir
  • Reikniaðgerðir
  • Gildissvið breytna
  • Skilyrði og slaufur
  • Föll
  • Færibreytur
  • Fylki og lista
  • Skrávinnu

Til að námskeiðið nýtist sem best er gert ráð fyrir heimavinnu á milli tíma.

Tími:

7. mars
miðvikudagur
17:30 - 21:30
10. mars
laugardagur
09:30 - 16:00
12.mars
mánudagur
17:30 - 21:30
14. mars
miðvikudagur
17:30 - 21:30
 19. mars
mánudagur
17:30 - 21:30

Alls 22,5 klukkustundir / 34 kennslustundir.

Leiðbeinandi: Guðrún Randalín Lárustdóttir, skólastjóri Upplýsingatækniskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald: 56.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 14.

https://namsnet.tskoli.is/applications/?progid=12318


Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér til að skoða fréttabréf Endurmenntunarskólans og til að skrá þig á póstlistann okkar.