Flugvélar

Flugvélar

Flugvélar

Flugskóli Íslands er með 4 tegundir flugvéla í sínum rekstri.  Vélarnar eru af gerðinni Tecnam P2002JF, Cessna 152, Cessna 172 SP(Skyhawk) og Piper Seminole. Þessar flugvélategundir eru mikið notaðar í kennslu um allan heim vegna áreiðanleika þeirra og flugeiginleika. Einnig hefur flugskólinn til umráða glæsilegan flughermi frá ALSIM til þjálfunar fyrir blindflugsréttindi, tveggja hreyfla réttindi og áhafnasamstarf (MCC).

Flugvélar skólans eru notaðar bæði í kennslu og eru einnig leigðar út til einkaflugmanna sem eru að safna tímum eða einungis að fljúga ánægjunnar vegna.

Nýjasta vélarnar  í skólanum eru fjórar ítalskar framleiddar Tecnam P2008JF

 sem er tveggja sæta vél og er notuð í kennslu- og einkaflugs. Vélin er í flokki léttra flugvéla, samkvæmt skilgreiningu Flugöryggisstofnunar Evrópu - EASA.

 Cessna 152 er tveggja sæta vél og er notuð mest í kennslu til einkaflugmannsréttinda.

Cessna172 SP er fjögurra sæta vél sem er notuð í einkaflugmanns- og blindflugskennslu. Þær eru einnig mikið leigðar út t.d. vegna sætapláss fyrir farþeg


Piper Seminole PA-44 er tveggja hreyfla vél sem er notuð ýmist fyrir atvinnuflugmannskennslu, tveggja hreyfla réttindi sem og blindflugsréttindi.
Allar vélar skólans eru í viðhaldi hjá Flugvélaverkstæði Flugskóla Íslands sem staðsett er Flugskýli no. 1 á Reykjarvíkurflugvelli, en það viðhaldsverkstæði er EASA vottað og viðurkennt af hálfu Flugmálastjórnar Íslands. 

 Til að fá nánari upplýsingar um hverja flugvélategund er hægt að smella á tenglana í nafni flugvélanna hér að ofan.