Fréttir

Framtíðarflugmenn sumarið 2017.

6/22/17

Námskeiðið Framtíðarflugmenn fór fram helgina 9. og 10.júní. Nemendur á aldrinum 14 – 16 ára komu og lærðu um störf tengd flugi, skoðuðu sig um og enduðu námskeiðið á því að fljúga sjálf.

Mikil eftirspurn.

Flugskóli Íslands stendur fyrir þremur námskeiðum af þessu tagi á  hverju sumri og varð fullbókað á þessi námskeið strax í mars. Það verða tvö námskeið í júlí og er fullbókað á þau bæði.

Nemendur sem eiga bókað á námskeið 7.- 8.júlí eiga að mæta í Verklegudeild Flugskóla Íslands klukkan 9.00 föstudaginn 7.júlí.

Fara í kynnisflug 

Fyrir þá sem misstu af námskeiði í sumar og vilja kynnast fluginu má benda á að hægt er að fara í kynnisflug þar sem nemandinn fær stutta kynningu á flugi.

Næstu námskeið fyrir framtíðarflugmenn verða sumarið 2018. Sjáumst þá :)

Upplýsingar fyrir þá sem eru að fara á námskeiðin í júlí:

Þátttakendur fá sendan tölvupóst með dagskrá og upplýsingum. 

Mynd sýnir staðsetningu verklegu deildar Flugskóla Íslands þar sem námskeiðin fara fram:

Mynd af staðsetningu verklegu deildar Flugskólans.

Dagskránni á föstudag er lokið milli 15-15.30.
Á laugardag er mæting um kl. 9.00 og deginum lýkur um 15.00 – 16.00 (fer eftir hvernig kynnisflug gengur)

Boðið er upp á mat í hádeginu en gott er að hafa með sér nesti til að borða um morguninn.

Munið að mæta klædd eftir verði og komið með smá nesti og góða skapið :)


Til baka Senda grein