Fréttir
  • Mynd frá Flugmálafélagi Íslands frá flugsýningu á Reykajvíkurflugvelli.

Flugdagurinn - flugsýning og nýtt kynningarmyndband

5/31/17

Flugsýning

Flugskóli Íslands tekur þátt í flugsýningunni á flugdaginn sem er næstkomandi laugardag. 

Flugsýning verður á Reykjavíkurflugvelli, Flugvallarvegi, laugardaginn 3. júní frá kl. 12 -15

Kennarar og nemendur skólans verða á svæðinu til að svara spurningum um námið.

Í tilefni af Flugsýningunni hefur nýtt kynningarmyndband verið frumsýnt.

Leikur er í gangi á facebooksíðu Flugskólans og möguleiki á að vinna kynnisflug.

Skjáskot úr nýju kynningarmyndbandi Fluskóla Íslands.

Smellið á myndina til að sjá myndbandið.

Skoða flugvélar og mótora

Þá verða flugvélar skólans og flugvélamótorar flugvirkja til sýnis. 

Endilega kíkið við hjá okkur og kynnið ykkur námsframboð skólans!

Grillið verður í gangi, pyslur fyrir alla kleinur og kaffi og fleira :)

Nánar um viðburðinn má finna á facebook hér

Aðstaða verklegu deildar Flugskóla Íslands á Reykjavíkurflugvelli:
Til baka Senda grein