Fréttir
  • Flugvirkjar 2017 - bekkur ICE5. Myndin er tekin á Akureyri með DC3 vél í bakgrunni og er frá Herði Geirssyni stjórnarformanni Flugsafns Íslands.
  • Dave Webster yfirkennari verklegs flugvirkjanáms, Rob Wheatcroft Gæðastjóri LRTT, Nick Leale Bresku Flugmálastjórninni og Reynir Garðar Brynjarsson bóklegur og verklegur flugvirkjakennari.
  • Flugvirkjar í verklegu aðstöðunni í Árleyni. Bekkur ICE6 fyrir framan einn af þotumótorunum sem notaður er við kennslu.

Aðstaðan og námið í flugvirkjun er fyrsta flokks

3/3/17

Flugvirkjanám Flugskóla Íslands í úttekt

Dagana 21. til  23. febrúar tók Flugskólinn á móti úttektaraðilum fyrir flugvirkjanámið. Rob Wheatcroft gæðastjóri Resource Group, Aviation Technical Training division, (LRTT Ltd.) kom fyrir hönd LRTT Ltd. sem er samstarfsaðili Flugskólans í náminu og Nick Leale UK CAA frá bresku flugmálastjórninni sá um að gera úttektina.

Á mynd 1 frá vinstri til hægri: Dave Webster yfirkennari verklegs flugvirkjanáms, Rob Wheatcroft Gæðastjóri LRTT, Nick Leale  frá bresku flugmálastjórninni og Reynir Garðar Brynjarsson bóklegur og verklegur flugvirkjakennari.

Dave Webster yfirkennari verklegs flugvirkjanáms, Rob Wheatcroft Gæðastjóri LRTT, Nick Leale Bresku Flugmálastjórninni og Reynir Garðar Brynjarsson bóklegur og verklegur flugvirkjakennari.

Verkleg kennsluaðstaða á Akureyri og í Reykjavík.

Skoðuð var flugvirkjaaðstaðan í Árleyni í Grafarvoginum, sem er nýja bóklega og verklega aðstaðan og þar var það Pétur Kristinn Pétursson fagstjóri Flugvirkjanámsins og Þór Pálsson aðstoðarskólameistari Tækniskólans sem tóku á móti úttektaraðilum. 
Síðan var skoðuð námsaðstaðan í Flugsafninu á Akureyri þar sem hluti af verklega náminu er kenndur og þar var það Baldvin Birgisson skólastjóri Flugskólans sem tók á móti gestunum.Rætt við flugvirkjanema og fylgst með kennurum

Flugvirkjar í verklegu aðstöðunni í Árleyni. Bekkur ICE6 fyrir framan einn af þotumótorunum sem notaður er við kennslu.

Mynd 2. er tekin í verklegu aðstöðunni í Árleyni og er af bekk ICE6 fyrir framan einn af þotumótorunum sem notaður er við kennslu.


Rætt var við nemendur um aðstöðuna, kennarana, verkefnin, bækurnar, prófin og allt mögulegt. Meðal þess sem var skoðað voru verkfæri, húsnæðið, uppsetning á verkefnum, stundaskrár, geymsluferli og öryggi prófa og nemendaaðstaða.

Fylgst var með kennurum við kennslu til að ganga úr skugga um þeir séu að nota réttar aðferðir og þekki viðfangsefni vel.

Kennarar sem voru að störfum við úttektina voru í Árleyni prófessor Ian McAndrew og á Akureyri voru Dave Webster og Reynir Garðar Brynjarsson.

Flugvirkjar 2017 - bekkur ICE5. Myndin er tekin á Akureyri með DC3 vél í bakgrunni og er frá Herði Geirssyni stjórnarformanni Flugsafns Íslands.

Mynd 3. er af flugvirkjanemum, bekk ICE5 og er tekin á Akureyri með DC3 vél í bakgrunni. Myndin er frá Herði Geirssyni Stjórnarformanni Flugsafns Íslands.

Tilgangur heimsóknar og úttektar

Svona úttekt er gerð til að ganga úr skugga um að námið í flugvirkjun uppfylli allar kröfur sem gerðar eru til EASA Part 147 flugvirkjaskóla. Ef eitthvað finnst að þá þarf að laga það strax og þarf flugmálstjórnin að ganga úr skugga um að það hafi verið gert.


Kennsluaðstaða í náminu er með því besta sem úttektaraðili hefur séð

Úttektin kom mjög vel út fyrir skólann og lýsti Nick því yfir að uppsetningin á náminu væri mjög áhugaverð og væri Flugsafn Íslands einstaklega vel búið til að taka við þeim verkefnum sem námið kallar á. Einnig fannst honum aðstaðan í Árleyni með þeim betri sem hann hafði séð fyrir flugvirkjanám, en Flugskólinn flutti bóklegan og verklega hluta flugvirkjanámsins í sumar í framtíðarhúsnæði í Árleyni í Grafarvogi. Þar eru tvær stofur fyrir bóklegt nám og stór vinnslusalur á tveimur hæðum fyrir verklegt nám.

Námið endurspeglar raunverulega vinnuaðstöðu

Á Akureyri fór úttektin mjög vel fram. Úttektaraðili tók það fram að aðstaðan væri öll til fyrirmyndar og með því betra sem hann hefur áður séð. Fjölbreytt verkefni og ólíkar flugvélar sem unnið er í og flott að sjá góða varahlutastöðu sem gefur nemendum kost á að skipta um íhluti til að hafa námið sem líkast alvöru vinnuaðstöðu flugvirkja. Allt verklegt flugvirkjanám endurspeglar vinnuaðstöðu flugvirkja, eftirlit með verkfærum, afhending á varahlutum, þrif og umgengni o.s.frv.

Til baka Senda grein