Fréttir

Flutningur verklegrar deildar - 3/16/17

Flugskóli Íslands er þessa dagana að flytja verklega aðstöðu sína um fáeina metra í aðstöðu sem leigð er til langframa af ISAVIA.
Frá og með 16.mars 2017  mun verkleg deild vera til húsa í suðurenda slökkvistöðvar á Reykjavíkurflugvelli á 2.hæð.

Sömu símanúmer og póstföng verða til staðar, en einhver truflun verður á símasambandi meðan á flutning stendur. Hægt er að hringja í 8251500 á meðan eða senda póst á flightdesk@flugskoli.is.

Sjá skjal hér :  PDF Ný aðstaða

Lesa meira

Framtíðarflugmenn - námskeið í sumar fyrir 14 - 16 ára - 3/15/17

Nú er komin dagsetning fyrir þriðja námskeiðið í sumar. 21.- 22. júlí.
Þetta er námskeið fyrir 14 - 16 ára sem stefna hátt. 
Þessi námskeið hafa verið vinsæl og tvö fyrri námskeiðin fylltust strax. Skráning hafin á þriðja námskeiðið.


Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í nýjan flugvirkjabekk 2017 - 3/8/17

Flugskóli Íslands er í samstarfi við Resource Group - Aviation Technical Training (áður Lufhansa Resource Technical Training) um réttindanám til flugvirkjaréttinda með túrbínuréttindi B1.1 réttindi. 5 anna nám, bekkjarkerfi, 25 nemendur fá pláss í bekknum.  Umsóknareyðublað er hér, IFA-umsokn. Vinsamlegast fyllið út og sendið á  petur@flugskoli.is  

Flugvirkjar 2017 - bekkur ICE5. Myndin er tekin á Akureyri með DC3 vél í bakgrunni og er frá Herði Geirssyni stjórnarformanni Flugsafns Íslands.

Aðstaðan og námið í flugvirkjun er fyrsta flokks - 3/3/17

Dagana 21. til  23. febrúar tók Flugskólinn á móti úttektaraðilum fyrir flugvirkjanámið. Úttektaraðilar skoðuðu nýja kennsluaðstöðu í Árleyni og verklega aðstöðu í Flugsafninu á Akureyri. Flugvirkjanámið fékk fyrstu einkunn fyrir frábæra kennsluaðstöðu og fór úttektin mjög vel í alla staði.

Lesa meira