Næstu námskeið

ATPL Atvinnuflugmannsnám 1.sept 2017.

8.1.2017

Bóklegt ATPL nám

 • Bóklegt ATPL nám hefst 1.september 2017 og stendur til 25.maí 2018. Námið er 720 klst staðnám, þar sem kennd eru 14 fög.  Í náminu þreytir nemandi skólapróf, þar sem lágmarksviðmið er 75% í lokaeinkunn.  Nemandi öðlast þá rétt til að þreyta próf hjá Samgöngustofu í sama fagi.
 • Þeir sem hafa fyrirspurnir um námskeið geta haft samband við skrifstofu skólans eða senda e-mail á info@flugskoli.is .
 • Síðasti skráningardagur er 15. ágúst 2017, og þá verður farið yfir allar umsóknir.  Umsóknir eru eingöngu teknar gildar, ef umsækjandi uppfyllir öll skilyrði og hefur í umsókn öll viðeigandi skjöl ( sjá að neðan).
 • Staðfestingargjald er óendurkrefjanlegt.
 • Gögn fyrir skráningu skal fylgja rafrænni umsókn á námskeið.  Öll viðhengi með rafrænni umsókn verða að vera í PDF formi.  Að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin gild.
 • Með gildri umsókn skal fylgja eftirfarandi;
  •  PPL(A) skírteini, báðum síðum
  • Síðustu 2 síðum loggbókar
  • Afrit af stúdentsprófi eða jafngildu útskriftarskírteini með einingum í Stærðfræði, Eðlisfræði og Ensku.

Inntökukröfur

 • Einkaflugmannsskírteini;
 • Hafa lokið í framhaldsskóla sem samsvarar;
  • 9 einingum í stærðfræði (STÆ 103, STÆ 203, STÆ 303
  • 6 ein. í eðlisfræði (EÐL 103, EÐL203 eða NÁT 123 og EÐL 103; og
  • 12 ein. í ensku. -
  • EÐA standast INNTÖKUPRÓF skólans í þessum fögum. Hægt er að fara á undirbúningsnámskeið í þessum fögum fyrir intökupróf  um miðjan ágúst.
 • Nemandi verður metin hæfur í ensku inn á ATPL námskeið, ef hann uppfyllir 1 af þremur skilyrðum.
  • Hafa setið bóklegt PPL námskeið hjá Flugskóla Íslands
  • Vera með a.m.k. 4 starfrækslustig í ensku í flugskírteini
  • Vera með 12 einingar í ensku.

Skráning - skrá á námskeið.  

Upplýsingar um verð námskeiðs er að finna undir flipanum - Skólinn / Verðskrá.