Fréttir

Kennsla fellur niður í dag þriðjudag frá klukkan 11.30 - 11/23/15

Í dag  þriðjudaginn 24. nóvember fellur kennsla  niður vegna jarðarfarar  Hjalta Más Baldurssonar frá  klukkan 11:30. Á það við um bóklega, verklega og kennslu i flughermi. 

Jarðaförin fer fram í Hallgrímskirkju og hefst athöfnin klukkan 13.00.

Starfsfólk og nemendur Flugskóla Íslands – Tækniskólans vilja senda fjölskyldu, ættingjum og vinum hans innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira
DSCN0010

Kennsluflug hafið á ný - 11/17/15

Kennsluflug hafið á ný

Flugskóli Íslands hefur hafið kennsluflug á ný. Ákveðið var að allar vélar skólans færu í gegnum sérstaka skoðun þrátt fyrir að ekki hafi verið kveðið á um það af samgönguyfirvöldum eða framleiðanda. Vélarnar eru teknar aftur í notkun ein af annarri, að skoðunum lokinni. Skoðun vélanna er í höndum teymis óháðra aðila í samvinnu við tæknistjóra flugskólans. 

Lesa meira

Tilkynning frá Flugskóla Íslands vegna samverustundar í Vídalínskirkju í dag - 11/15/15

Tilkynning frá Flugskóla Íslands

Boðað hefur verið til samverustundar í Vídalínskirkju í dag fyrir vini, skólafélaga og aðstandendur flugmannanna tveggja, Hauks Freys Agnarssonar og Hjalta Más Baldurssonar, sem fórust í flugslysinu á fimmtudag. Samverustundin hefst kl.17:00.

Starfsmenn og nemendur Flugskóla Íslands komu saman síðdegis á föstudag, ræddu málin og fengu aðhlynningu starfsfólks Rauða kross Íslands. Flugskólinn vill koma á framfæri þökkum, til allra þeirra fjölmörgu sem boðið hafa fram aðstoð sína og komið hafa á framfæri samúðarkveðjum, s.s. flugrekenda, stéttarfélags flugmanna, fólks úr flugsamfélaginu og almennings. 

Lesa meira

Tilkynning frá Flugskóla Íslands vegna flugslyssins á fimmtudag - 11/14/15

Tilkynning frá Flugskóla Íslands vegna flugslyssins á fimmtudag

Við fregnir af hinu hörmulega slysi sem varð á fimmtudag virkjaði Flugskóli Íslands viðbragðsáætlun sína vegna flugslysa. Skólinn hefur ávallt fylgt ýtrustu kröfum í flugrekstri ásamt þeim gæðakröfum sem gerðar eru til flugreksturs og samþykktum stöðlum EASA, flugöryggisstofnunar Evrópu. Öll svið flugrekstursins eru tekin út árlega af yfirvöldum og innra gæðakerfi.

Þrátt fyrir að engin tilmæli hafi borist frá yfirvöldum eða framleiðendum vélanna hafa stjórnendur skólans, í samráði við tæknistjóra hans, ákveðið að allar kennsluflugvélar Flugskóla Íslands fari í ítarlega skoðun áður en þeim er flogið á ný. Ákvörðunin er tekin til að gæta fyllsta öryggis þó að ekkert liggi enn fyrir um orsakir slyssins. Framkvæmd skoðunarinnar verður í höndum þriðja aðila. 

Lesa meira

Tilkynning frá Flugskóla Íslands - 11/13/15

Tilkynning frá Flugskóla Íslands

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skýrt frá nöfnum flugmannanna tveggja sem létust þegar kennsluflugvél á vegum Flugskóla Íslands brotlenti í gær suður af Hafnarfirði.

Flugstjórinn í fluginu var Haukur Freyr Agnarsson, fæddur þann 17. júlí 1990. Haukur starfaði sem flugkennari og afgreiðslustjóri hjá Flugskóla Íslands. Hann stundaði nám í skólanum frá 2012-2015. Hann var útskrifaður sem atvinnuflugmaður með fjölhreyfla- og blindflugsréttindi ásamt flugkennararéttindum. Hann lauk nýverið námskeiði í áhafnasamstarfi. Haukur var ráðinn sem flugkennari hjá Flugskóla Íslands þann 29. maí 2015.

Flugmaðurinn í fluginu var Hjalti Már Baldursson, fæddur þann 9. febrúar 1980. Hann starfaði sem flugmaður hjá Flugfélagi Íslands og hafði mikla reynslu sem atvinnuflugmaður. Hjalti Már var ráðinn sem kennari hjá Flugskóla Íslands í júní 2015.

Flugskóli Íslands vottar aðstandendum mannanna sem létust í þessu hörmulega slysi, sína dýpstu samúð.

Lesa meira

Skoða eldri fréttir


Tilkynningar

Næturflug

Næturflugsáritun - 9/8/15

Yfirflugkennari vill minna alla flugnema á að öðlast næturflugsáritun hið fyrsta, sér í lagi þá er hyggja á að fá blindflugsáritun eða atvinnuflugmannsskírteini.

Lesa meira
6.A-verslo

Koma í heimsókn í Flugskólann fyrir 10.bekk, eða aðra námshópa - 9/26/12

Hafa samband við info@flugskoli.is ef þú vilt koma í heimsókn í skólann. Verkleg deild og bókleg deild. Skráðu nafn, símanúmer, hópastærð og hvenær þið viljið koma í heimsókn.

Skoða eldri fréttir


Næstu námskeið

Einkaflugmannsnámskeið         11. jan 2016 - 11/19/15 Næstu námskeið

Næsta bóklega PPL(A) - einkaflugmannsnámskeið hefst         11. jan 2016.

Kennt er frá 18:00-22.00 alla virka daga.

Síðasti skráningardagur er 4. janúar 2016.

Skráning er hér.

Lesa meira

Verklegt einkaflugmannsnám byrjar alla daga - 11/18/15 Næstu námskeið

Þú getur byrjað í verklegu námi í  einkaflugi strax í dag.Hringdu og bókaðu kynningarflug 5149410.

Lesa meira

Þotuþjálfunarnámskeið - 11/17/15 Næstu námskeið

7 daga JOC - Jet Orientation Course þjálfunarnámskeið í þotuflugi. Upplýsingar gefur Sölvi Þórðarson solvi@flugskoli.is

Skráning er hér.

Lesa meira

FI/IRI upprifjunarnámskeið 19.-20. september 2015 - 3/7/15 Næstu námskeið

Upprifjunarnámskeið fyrir FI/IRI kennaravottanir verður haldið 19.-20. september 2015.

Skráning hér.

Lesa meira

FI(A) Flugkennaranámskeið 5.október 2015 - 3/6/15 Næstu námskeið

FI(A) - Flugkennaranámskeið hefst 5.okt 2015.

Skráning er hér.

Lesa meira

Næstu próf

PPL(A) próf - 11/14/15 Næstu próf

PPL(A) upptökupróf verða haldin            23. og 24. nóvember 2015.

Lesa meira

Enskupróf ICAO Level 4 - 9/1/15 Næstu próf

Næsta próf er 27.október 2015. 

Skráning hér: 
Lesa meira

ATPL próf - 1/13/15 Næstu próf

ATPL Upptökupróf verða haldin         

í maí 2015.

Skráning hér:  Lesa meira

Gefðu gjafabréf frá Flugskólanum í úrskriftargjöf - 5/5/12 Næstu próf

Hafðu samband við skrifstofu og gefðu góða gjöf. 514-9400.


This website is built with Eplica CMS