Fatabreytingar

Fatabreytingar

Vor 2018

Er fataskápurinn fullur af fötum sem þú passar ekki í eða eru komin úr tísku?

Hvernig væri að breyta þeim og koma aftur í notkun?

Á námskeiðinu koma þátttakendur með föt að heiman og fá leiðbeiningar um hvernig hægt er að breyta þeim svo hægt sé að nota þau aftur. Einnig verður farið í grunnatriði varðandi textílhráefni.

Forkröfur: grunnkunnátta í saumaskap er nauðsynleg.

Efni: þátttakendur koma með sínar eigin saumavélar og áhöld, en þó er möguleiki að fá lánaða saumavél í skólanum. Overlock-vél er í skólanum sem þátttakendur fá aðgang að.

Tími:


þriðjudagur
18:00 - 21:00

þriðjudagur
18:00 - 21:00

þriðjudagur
18:00 - 21:00

þriðjudagur
18:00 - 21:00

Alls 12 klukkutímar / 18 kennslustundir

Leiðbeinandi: Guðný Erla Fanndal klæðskerameistari,
útskrifuð úr fjöldaframleiðslufræðum
frá Fashion Insitute of Tecnology (FIT), New York og kennari  hjá Hönnunar- og handverksskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald: 34.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Tækniskólinn Skólavörðuholti.

Hámarksfjöldi: 8

SKRÁNING HÉR

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.