Endurvinnsla á fatnaði úr leðri, roði og skinni

Endurvinnsla á fatnaði úr leðri, roði og skinni

Haustönn 2017

Hver á ekki gamlan leðurjakka, tösku eða skinn inni í skáp sem hægt væri að endurvinna.
Láta gamla flík nýtast í hlut sem þú hannar.

Á námskeiðinu fá þátttakendur kennslu í að sníða og sauma úr leðri, roði og öðru efni sem þeir koma með. Ennig að gata, snyrta, kannta, festa lása o.fl.

Á námskeiðinu koma þátttakendur með leður og skinnvörur og fá leiðbeiningar um að endurvinna það.

Á námskeiðinu er m.a. hægt að búa til:

  • Buddu
  • Litla tösku
  • Skálar
  • Sauma utan um glerkrúsir
  • Belti
  • Tölvutösku
  • Eða láta hönnun koma fram hjá þátttakendum

Þátttakendur fá  afnot á námskeiðinu af lími,límborða og skinnnálum með þríkanta oddi

Efni: Þátttakendur komað með sínar eigin saumavélar, áhöld og leðurnálar í vélarnar.

Tími:


miðvikudagur
17:30 - 21:00

miðvikudagur
17:30 - 21:00

miðvikudagur
17:30 - 21:00

laugardagur
09:00 - 14:30

Alls 16 klukkutímar/24 kennslustundir


Leiðbeinandi: Berglind Rós Pétursdóttir klæðskera- og kjólameistari


Námskeiðsgjald: 44.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Tækniskólinn á Skólavörðuholti.


Hámarksfjöldi: 8

SKRÁNING HÉR


Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.