Endurnýjun skipstjórnaréttinda

Endurnýjun skipstjórnarréttinda

Haustönn 2017

Ætlað skipstjórnarmönnum sem hafa ekki siglt í nokkurn tíma og vilja endurnýja skipstjórnarréttindin og kynna sér nýjungar í skipstjórn.

Farið verður yfir helstu atriði og nýjungar í tækjum og tækjanotkun í brú s.s. ratsjársiglingu, siglingatölvur, GPS, ratsjár og fjarskiptatæki.

Efnistök:

  • Siglingafræði (6 stundir).
  • Ný lög, reglugerðir og alþjóðasamningar (6 stundir).
  • Siglingatæki (6 stundir).
  • Siglingareglur (6 stundir).
  • Stöðugleiki (6 stundir).
  • Siglingasamlíkir (6 stundir).

Tími: Haustönn 2017

Alls 24 klukkustundir/36 kennslustundir.1

Forkröfur: Hafi lokið a.m.k. 24 m prófi og þurfa að uppfylla skilyrði (9. gr. laga nr. 30 2007 eða 5. gr. laga nr. 76/2001) um endurnýjun skipstjórnarréttinda.

Leiðbeinendur: Kennarar við Skipstjórnarskólann.

Námskeiðsgjald: 90.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 12.

Námskeiðið verður haldið ef lágmarksþátttaka næst.
Skráðu þig og haft verður samband ef næg þátttaka næst.

SKRÁNING HÉR

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með 100% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.