Bólstrun fyrir byrjendur

Bólstrun fyrir byrjendur

Sjö námskeið á vorönn 2017

Áhugavert námskeið í bólstrun þar sem þátttakendur koma með sína eigin stóla til að vinna með. Stólarnir geta verið borðstofustólar, eldhússtólar eða minni stólar eða jafnvel mótorhjólasæti.

Á námskeiðinu er farið í eftirfarandi:

  • Nýtingu efnis úr efnisstranga og val á efni
  • Undirvinnu og frágang fyrir og eftir klæðningu
  • Að sníða áklæði og skera svamp
  • Að strekkja og hefta áklæði
  • Að klæða hnappa (tölur)
  • Að handsauma snúrur
  • Að handsauma áklæði
  • O.fl.

Innifalið: Kontaktlím í spreyjum fyrir svamp og áklæði og hefti í heftibyssur.
Öll tæki eru á staðnum fyrir þátttakendur.

Efni: Þátttakendur þurfa að kaupa bólur, áklæði, fóður og svamp.

ATH: Æskilegt er að þátttakendur komi með meðalstóran viðráðanlegan stól á námskeiðið þar sem um byrjendanámskeið er að ræða.
Þátttakendur geta geymt stólana í skólanum á milli tíma.

Leiðbeinandi: Kristján Ágústsson
Kristján er með meistarapróf í húsgagnabólstrun.

Námskeiðsgjald: 40.500 kr.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 8

Sjö námskeið á vorönn 2017
Hvert námskeið er fjögur skipti, kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 18:00 - 21:00


Námskeið 1
9. janúar - 18. janúar
Námskeið 2
23. janúar - 1. febrúar
Námskeið 3
6. febrúar - 15. febrúar
Námskeið 4
20. febrúar - 1. mars
Námskeið 5
6. mars - 15. mars
Námskeið 6
20. mars - 29. mars
Námskeið 7
3. maí - 15. maí

Sæktu um og við höfum samband við þig eftir skráningarröð þátttakenda.

SKRÁNING HÉR


Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.