InDesign bæklingagerð

InDesign - bæklingagerð

13. - 22. febrúar 2018

Þátttakendur læra helstu atriði varðandi umbrotshönnun og framsetningu á texta, myndum og grafík.

Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að forritinu til að æfa sig á milli tíma. Hægt er að hlaða niður forritinu á http://www.adobe.com/downloads/
og nota frítt í einhverja daga.

Farið í uppsetningu á vinnuskjölum fyrir umbrot, myndvinnslu og vinnslu á grafík, val á leturgerðum, uppsetningu fyrir prent og uppsetningu fyrir vef. Þátttakendur fullvinna bækling á námskeiðinu og gera kláran fyrir prent.

Þetta námskeið hentar vel litlum fyrirtækjum eða einstaklingum í eigin rekstri sem vilja útbúa sitt eigið kynningarefni. Notast verður við Adobe Indesign og Photoshop.

Námsgögn: Rafrænt efni frá kennara.

Forkröfur: Það er ágætt að þekkja til í umhverfi grafískrar myndvinnslu, kunnáttu í Photoshop og Illustrator nytist mjög vel. Þekkingu á umbroti og grafískri vinnslu er líka gott að hafa, ef þátttakendur þekkja ekkert til grafískrar vinnslu er hætt við að námskeiðið nýtist þeim lítið sem ekkert.

Tími: 

13. febrúar
þriðjudagur
18:00 - 22:00
15. febrúar
fimmtudagur
18:00 - 22:00
20. febrúar
þriðjudagur
18:00 - 22:00
22. febrúar
fimmtudagur
18:00 - 22:00

Alls 24 kennslustundir/16 klukkustundir.

Leiðbeinandi: Sylvía Kristjánsdóttir grafískur hönnuður og listgreinakennari.

Námskeiðgjald: 45.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 12.

SKRÁNING HÉR

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.