Arduino

Arduino fyrir byrjendur og lengra komna

Haust 2017

Arduino er opið vélbúnaðar- og hugbúnaðarumhverfi sem byggir á forritanlegri tölvueiningu sem getur unnið með margvíslega nema og skynjara og stjórnað búnaði. Þúsundir áhugamanna og atvinnumanna um allan heim hafa tekið ástfóstri við þetta tól og nota það til að gera ótrúlegustu hluti. Öflugt stuðningsumhverfi fyrir Arduino er að finna á netinu, hér má sjá nokkur dæmi: http://www.instructables.com/id/Arduino-Projects/

Farið er í eftirfarandi:

  • Grunnatriði við forritun á Arduino tölvunni þinni.
  • Nógu mikið í rafeindatækni til að komast í gang.
  • Hvernig má nota Arduino tölvuna þína til að lesa af skynjurum.
  • Hvernig þú talar við tölvuna þína í gegnum Arduino.
  • Hvernig þú byggir flutningstæki, fljúgandi virki og kjarnaofna.

Námskeiðið er samansett af stuttum kaflaskiptum áföngum með skref fyrir skref leiðbeiningum og ýtarlegri umræðu um hvað er að eiga sér stað í hverjum hluta námskeiðsins. Hver hluti námskeiðsins byggir á öðrum hluta, sem gerir þér kleyft að rifja upp það sem þú hefur lært í næstum öllum hlutum námsefnisins.

Hver kennslustund endar á tillögum að tilraunum sem þú getur prófað á eigin spýtur. Þessar tilraunir eru yfirleitt einfaldar breytingar sem fá þig til þess að hugsa um hvernig Arduino tölvan virkar og undirliggjandi forritunartungumál.

Innifalið: Kassi með Arduino þróunarbretti og völdum aukahlutum ásamt kennslubók.

Námsgögn: Þátttakendum er bent á að taka með sér fartölvur.

Tími:


mánudagur
18:00 - 21:00

miðvikudagur
18:00 - 21:00

mánudagur
18:00 - 21:00

miðvikudagur
18:00 - 21:00

Alls 12 klukkutímar / 18 kennslustundir

Leiðbeinandi: Halldór Axelsson rafeindavirki, starfar við smíði á tölvustýrðum vélum og tækjum, hugbúnaðargerð og þróun rafeindatækja.

Námskeiðsgjald: 52.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur. 

Hámarksfjöldi: 12.

SKRÁNING HÉR


Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.