Aðstoð í námi

Aðstoð í námi

Í Tækniskólanum er lögð áhersla á að veita nemendum þá aðstoð sem þeir þurfa til að geta sinnt námi sínu sem best. 

Námsver: hlutverk námsversins er að þjónusta þá nemendur sem eiga við námserfiðleika af einhverju tagi. Aðstoð við prófatöku og stuðningur við heimanám ,verkefna- og ritgerðasmíð.

Námsráðgjafar starfa við skólann og forvarnarfulltrúi. Ef þú þarft sérstaka aðstoð við námið, vegna lesblindu eða annarra erfiðleika er rétt að hafa samband við námsráðgjafa. 

Umsjónakennari - UMSJÓN er tími í stundatöflu nemanda sem lítur út eins og hver önnur kennslustund. Þetta er viðtalstími umsjónarkennara og til hans getur nemandinn leitað með allt er snýr að náminu. Hægt er að hitta á kennarann á þessum tilgreinda tíma eða senda honum tölvupóst

Innan Tæknimenntaskólans  er boðið upp á nám fyrir nemendur sem stundað hafa nám í sérdeildum grunnskóla.
Innan Tækniskólans eru margir skólar með fjölbreytt námsefni svo þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Frekari upplýsingar um hvaða námsleiðir eru í boði er að finna undir hverjum skóla.