Adobe forritin

Adobe forritin

Illustrator, InDesign, Lightroom, Photoshop eða bara allur pakkinn.

Lærðu á Adobe forritin hjá okkur

Bordi-AppelsinugulurIllustrator
19. - 28. september 2017

Kennt að nota helstu tól forritsins og undirstöðuatriði í teikningu. Verkefni á námskeiðinu eru m.a. teikningar, mynsturgerð og umbreyting á ljósmynd yfir í vektormynd.

Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að forritinu til að æfa sig á milli tíma. Hægt er að hlaða niður forritinu á http://www.adobe.com/downloads/
og nota frítt í einhvern tíma. 

Forkröfur: Almenn tölvukunnátta.

Tími:

19. september þriðjudagur
17:30 - 21:30
21. september fimmtudagur
17:30 - 21:30
26. september þriðjudagur
17:30 - 21:30
28. september fimmtudagur
17:30 - 21:30

Alls 16 klukkustundir / 24 kennslustund

Leiðbeinandi: Sigríður Snjólaug Vernharðsdóttir grafískur hönnuður.

Námskeiðsgjald: 45.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Tækniskólinn á Skólavörðuholti.

Hámarksfjöldi: 12

Sækja um námskeið

Bordi-AppelsinugulurBæklingagerð í InDesign
24. október - 2. nóvember 2017

Þátttakendur læra helstu atriði varðandi umbrotshönnun og framsetningu á texta, myndum og grafík.

Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að forritinu til að æfa sig á milli tíma.
Hægt er að hlaða niður forritinu á http://www.adobe.com/downloads/
og nota frítt í einhvern tíma.

Farið í uppsetningu á vinnuskjölum fyrir umbrot, myndvinnslu og vinnslu á grafík, val á leturgerðum, uppsetningu fyrir prent og uppsetningu fyrir vef. Þátttakendur fullvinna bækling á námskeiðinu og gera kláran fyrir prent.

Þetta námskeið hentar vel litlum fyrirtækjum eða einstaklingum í eigin rekstri sem vilja útbúa sitt eigið kynningarefni. Notast verður við Adobe Indesign og Photoshop.

Námsgögn: Rafrænt efni frá kennara.

Forkröfur: Það er ágætt að þekkja til í umhverfi grafískrar myndvinnslu, kunnáttu í Photoshop og Illustrator nytist mjög vel. Þekkingu á umbroti og grafískri vinnslu er líka gott að hafa, ef þátttakendur þekkja ekkert til grafískrar vinnslu er hætt við að námskeiðið nýtist þeim lítið sem ekkert.

Forkröfur: Almenn tölvukunnátta.


Tími: 

24. október
þriðjudagur
18:00 - 22:00
26. október
fimmtudagur
18:00 - 22:00
31. október
þriðjudagur
18:00 - 22:00
2. nóvember
fimmtudagur
18:00 - 22:00

Alls 24 kennslustundir/16 klukkustundir.

Leiðbeinandi: Sylvía Kristjánsdóttir grafískur hönnuður og listgreinakennari.

Námskeiðgjald: 45.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Tækniskólinn á Skólavörðuholti.

Hámarksfjöldi: 12.

SKRÁNING HÉR

Bordi-AppelsinugulurLightroom myndvinnsla
18. - 27. september 2017

Adobe Photoshop Lightroom er eitt vinsælasta myndvinnsluforrit í heimi meðal atvinnuljósmyndara jafnt sem áhugafólks. Auk þess að bjóða upp á hratt og öflugt vinnuflæði ljósmynda sér forritið um alla umsýslu og skipulag myndasafns í innbyggðum gagnagrunni.

Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að forritinu til að æfa sig á milli tíma.
Hægt er að hlaða niður forritinu á http://www.adobe.com/downloads/
og nota frítt í einhvern tíma.

Þannig eru allar myndir auðveldlega aðgengilegar og notkunarmöguleikar fjölmargir. Auk útprentunar í ljósmyndagæðum er t.d. hægt að klippa vídeó, búa til myndasýningar, myndabækur og vefsíður með myndum í forritinu eða senda myndir beint á vefsetur á borð við Flickr eða Facebook.

Forritið styður allar algengustu skjaltegundir ljósmynda svo sem jpg, psd og tif ásamt nánast öllum tegundum hráskjala (raw). Öll vinnsla í forritinu er gerð á öruggan og afturkræfan hátt (non-destructive) og auðvelt er að gera mismunandi útfærslur af sömu ljósmyndinni.

Unnið er á Makkatölvur og eru þær á staðnum.

Forkröfur: Almenn tölvukunnátta.


Tími:

18. september
mánudagur
18:00 - 21:00
20. september
miðvikudagur
18:00 - 21:00
25. september
mánudagur
18:00 - 21:00
27. september
miðvikudagur
18:00 - 21:00

Alls 12 klukkututímar/ 18 kennslustundir

Leiðbeinandi: Sigurður Stefán Jónsson ljósmyndari.
Sigurður er með meistararéttindi í ljósmyndun og kennir í ljósmyndadeild Upplýsingatækniskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald: 35.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Tækniskólinn á Skólavörðuholti.

Hámarksfjöldi: 12.

https://namsnet.tskoli.is/applications/?progid=12191

Bordi-AppelsinugulurPhotoshop fyrir byrjendur
10. - 19. október 2017

Á námskeiðinu er kennt að nota helstu tól forritsins, lög (layers), valtól, maska, leiðir til að lagfæra og litaleiðrétta myndir ásamt fleiru. Farið verður í upplausn og vistun mynda fyrir vef og prentu

Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að forritinu til að æfa sig á milli tíma.
Hægt er að hlaða niður forritinu á http://www.adobe.com/downloads/
og nota frítt í einhvern tíma.

Forkröfur: Almenn tölvukunnátta.

Tími:

10. október
þriðjudagur
18:00 - 21:30
12. október
fimmtudagur
18:00 - 21:30
17. október
þriðjudagur
18:00 - 21:30
19. október
fimmtudagur
18:00 - 21:30

Alls 14 klukkustundir / 21 kennslustund

Leiðbeinandi: Jón A. Sandholt prentsmiður og 
kennari á Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Upplýsingatækniskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald: 41.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Tækniskólinn á Skólavörðuholti

Hámarksfjöldi: 12

SKRÁNING H


Bordi-AppelsinugulurAth! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér til að skoða fréttabréf Endurmenntunarskólans og til að skrá þig á póstlistann okkar